Egyptaland píramítar
Til Egyptalands var farið til að slaka á og sjá
eitthvað nýtt. Við gistum við Rauða hafið
20 km neðan við Hurgata og fengum þá flugu
í höfuðið að fara og skoða píramítana
í Kaíro sem þekktir eru sem píramítarnir
á Giza

Lagt var af stað að kvöldi og keyrt alla nóttina
um morguninn var stoppað og þá voru yfir 40 rútur
og nokkrir herbílar í lestinni

Eyðimörk út um allt en fallegt engu að síður,
en eftir 11 klst. Í rútu þá var mesti
glansinn farinn af öllu

Hermenn voru út um allt og fengum við herfylgd til
Kaíro vegna hryðjuverka sem urðu túristum
að aldurtila fyrir nokkrum árum

Eitt glæsilegasta safn sem ég hef séð
fullt af múmíum og fornum egyptskum munum en allar
myndatökur bannaðar innandyra

Himnastigi

Í kringum píramítana voru margir innfæddir
sem var forvitnilegt að kíkja á þrátt
fyrir að flestir egyptar sem maður sá voru að
reyna að selja manni eitthvað

Þarna reyndi ég að taka mynd af píramíta
en öskrandi maður á úlfalda kom á
brokki og vildi endilega vera á myndinni, þegar ég
var búinn að taka myndina kom hann og reyndi að
vera á öllum myndum og var svo ágengur að
lögreglan kom (á úlfalda ) og elti manninn
öskrandi með svipu á lofti út fyrir sjóndeildarhring

Stærðin á píramítunum er svakaleg
og maður áttar sig ekki á því fyrr
en maður er kominn alveg upp að þeim

sphinx í forgrunni en Kheops píramítinn
í bakgrunn (ég fór inn í hann langa
leið og það var öðruvísi)

Sphinx er ílla farinn í framan eftir eftir þúsundir
ára útiveru

Þvílík saga og list er fyrir framan mann á
þessum slóðum sem erfitt er að lifa sig inn
í þegar allt er fullt af túristum
Í lok ferðarinnar fórum við í gallerí
þar sem okkur var sýnt hvernig egyptar gera papírus
pappír úr þessari plöntu.
Þessi ferð var farinn um áramót þannig
að hitinn var aðeins um 22-27°c og þess vegna
voru bara hundruðir túrista (sem okkur fundust mikið)
en ekki þúsundir eins og á sumrin.