Þegar fiskur er settur í búr og honum gefið
fóður þá byrjar ákveðið
ferli sem kallast nitrogen ferli.
Á meðan þetta ferli er í gangi er hætt
á eitrun í fiskabúrinu og því
eru fyrstu vikur í nýju búri mjög
viðkvæmar.
Þegar nýtt búr er sett upp og fiskum gefið
að borða þá byrjar ferlið á því
að mikið af Ammóníu (NH3) myndast,
sem kemur frá tálknum og úrgangi frá
fisknum, dauðum plöntum
og einnig af aukamat sem ekki er étinn.
Ammóníum er síðan brotið niður
af bakteríum og breytt í Nítrit (NO2) sem
líka er hættulegt fiskum.
Síðan er það brotið niður í
Nitrat (NO3) sem er í lagi á meðan magnið
verður ekki of mikið í vatninu
Nitrat (NO3) er notað af plöntum til vaxtar en aðalleiðin
til að halda því í skefjum er regluleg
vatnsskifti
Það fer eftir stærð búrs, magni fiska
og stærð þeirra og hversu mikið er gefið
hvað það tekur langan tíma fyrir ferlið
að komast hringinn
en 3-6 vikur er algengt.
Hægt er að mæla öll þessi efni í
vatninu og fylgjast þannig með
hvort eitthvað efni sé komið yfir hættumörk
Nitrat safnast upp í búrinu og fiskarnir venjast
því þótt það fari
langt upp fyrir viðmiðunarmörk,
en ef bætt er við fiskum í búrið er
næstum öruggt að sá fiskur
þoli ekki sjokkið og veikist og jafnvel drepist,
sem er algengt
Regluleg vatnsskifti eru nauðsynleg
þótt búrið sé komið í
gott jafnvægi
( 20 % á viku er mjög gott )
við hreinsun á dælum skal aðeins
skola svampa úr dælunni upp úr vatni sem tekið
er úr búrinu
það er gert svo bakteríuflóran lifi sem
mest í dælunni við þrif
Þegar dæla er tekin og fullþrifin þá
drepast bakteríurnar
í dælunni og nitrogen hringurinn byrjar upp á
nýtt