Ljósanótt 2009


Á Ljósahátíð í Reykjanesbæ 2009 var kynning á fyrirtækjum á svæðinu Verkfræðistofan Efla er með útibú í Keflavík.
Fiskabúr.is var fengið til að setja upp búrið
innan í búrið var sett álplata með álímdri auglýsingu frá Eflu
Búrið var sett á stand ,síðan var smíðað í kring og málað


Aðalfókusinn var á lýsinguna sem er eitt af því sem stofan vinnur við þeir vildu kastara í botninn,til að fela kastarana boraði ég gat inn í steina og snúran var falinn í sandinum og tekin upp á bakvið álplötu sem var í búrinu með auglýsingu


Þetta eru vatnsheld díóðuljós sem gerðu búrið skemmtilegt þar sem þau lýstu upp á innréttinguna


Hér eru starfsmenn frá Eflu að ganga frá ljósaútbúnaði en þeir voru með díóðuljós ofan á búrinu sem voru tölvustýrð og gátu stjórnað birtumagni og valið um nokkra liti á ljósið


Hér er blátt ljós í búrinu og hér sést hvernig kastararnir virkuðu sem spotlight


þar sem búrið var aðeins sett upp fyrir 3 daga þá var aðeins einn powerhead notaður tilað hreyfa vatnið og hann var falinn efst í vinstra horni á bak við álplötuna, stúturinn kemur út í gegnum stafinn ö
nokkur minni göt eru neðar í plötunni tilað tryggja góða hringrás


Básinn hjá Eflu fékk silfrið á sýningunni fyrir besta básinn
fiskarnir sem fóru í búrið voru amerískar síkliður, Gibbi, walking catfish og sá sem vakti mesta athygli Pangasius hákarl

   
Copyright © 2004 TkO-grafik.is