Vatnsskifti

Nauðsynleg reglulega

Ef þú ert með lítið búr er einfaldast að nota bara fötu sem er eingöngu notuð fyrir búrið, sjúga vatn úr búrinu í fötuna með slöngu og blanda svo heitu og köldu vatni aftur í fötuna með mjög svipað hitastig og hella varlega aftur ofan í búrið

Með stærri búr er einfalt að hafa tvær slöngur og láta bara renna í og úr á sama tíma en vertu með eithvað á endanum sem sogar út svo fiskarnir sogist ekki með


Hér læt ég vatnið sogast út hægra meginn og þar sem sú slanga er breið þá er ég með kúluloka til að stjórna rennslinu

síðan lekur í vinstra meginn vatn með sama hita og er í búrinu
gott að leifa vatninu að blandast vel og komast í jafnan hita áður en slangan fer í búrið

Einnig er hægt að notast við eina slöngu en þá sýgur maður fyrst vel úr búrinu og lætur svo leka í það á eftir

   
Copyright © 2004 TkO-grafik.is