Misjafnt er hversu einfalt er að rækta tegundir
Gotfiskar sjá margir hverjir um það sjálfir að fjölga sér og þá skiftir máli að hafa næga felustaði í búrinu fyrir seiðin og er gróðurmikið búr í raun best

Gróðurmikið búr en passa þarf hvaða aðrir fiskar eru í búrinu
í þessu búri kæmust ekki upp mörg seiði

Síkliður eru sumar munnklekjarar og sér þá kerlan um að vernda seiðin með því að taka hrognin upp í munninn og klekja þeim út þar en þessar tegundir koma flesta úr steina umhverfi þar sem kerlan sleppir seiðunum í örugt skjól eftir 3-4 vikur

Melanochromis johanni hrygna úr Malawi vatni

Aðrar síkliður parast, hrygna og gæta afkvæma saman en þær þurfa oft mikið pláss til að það gangi upp og oft betra að vera með þessi fiska í sérbúrum en stundum þarf að vera með nokkra minni fiska í búrinu til að parið passi betur hrogn og seiði

Pelvicachromis pulcher par með seiði

Sumar tegundir gera loftbóluhreiður td. gúramar,bardagafiskar
þær gera límkendar loftbólur sem límast saman og þurfa helst að hafa flotgróður eða eitthvað fljótandi í búrinu til að hreiðrið haldist vel saman
og hjá þessum tegundum þarf að passa að lofthiti og vatnshiti sé sá sami með því að hafa búrið vel lokað, hjá þessum tegundum sér karlinn um hreiðurgerð og hann passar einnig hrogn og seiði

Loftbóluhreiður frá Macropodus opercularis, paradísarfisk

Hrognadreifarar eru algengastir, en þá hrygna fiskarnir og hafa engan áhuga á hrognauppeldi, í náttúrunni fara fiskar oft upp í grynningar hrygna þar og forða sér svo á meira dýpi, en í fiskabúrum vilja þeir flestir hrygna í gróður til að fela hrognin en eftir hrygningu geta þeir ekkert farið þannig að þeir fara að finna sér æti og þá er vanalega kavíar veisla þannig að færa verður þessa fiska í annað búr eftir hrygningu

 

   
Copyright © 2004 TkO-grafik.is