Það er ekki til nein rétt stærð í sjálfu sér í fiskabúrum en hafa ber í huga að búrið er öll veröld fisksins og ekki er verra að þeir hafi pláss til að hegða sér eins og í náttúrunni.
Spurningin sem fólk ætti frekar að spyrja sig er þessi:
hvaða fiska ætla ég að vera með ?

10 ltr búr getur verið ágæt stærð fyrir td.


Aphyosemion gardneri (killífiskur) endler (guppy tegund )

Heterandria formosa, rauð rækja

margar aðrar smávaxnar tegundir geta verið í litlu búri
en velja þarf vel í lítil búr

Miðlungs búr 50-200 ltr henta fyrir flestar þær skrautfiskategundir sem eru hérlendis til sölu og eru eftir taldir fiskar þar á meðal


skalar , rósabarbar

perlugúrami , congótetra

Ef stærri tegundir er eitthvað sem heillar þá er stærra búr nauðsynlegt,
einnig ef búr með fiskum eins og td. síkliðum sem parast og/eða eigna sér yfirráðasvæði eiga að ganga upp verður að hafa pláss fyrir hvern fisk.
( Það er ekki til neitt sem heitir of stórt búr )

   
Copyright © 2004 TkO-grafik.is