Stærð á búri er reiknuð þannig
lengd x breidd x hæð = ?
síðan þarf að deila í þá upphæð með 1000 og þá fáum við út lítrafjölda búrsins

nákvæm stærð er mæld að innan og síðan þarf að reikna með sandi,steinum og skrauti og einnig þarf að taka tillit til að vatnið er aðeins neðar en efsta brún á gleri

Innanmál Dæmi

lengdin á búrinu er 60
breiddin 30
hæðin 35

60x30x35= 63000
63000/1000 = 63

Þannig að innanmálið segir okkur að þetta sé 63 ltr
sem er rétt ef við fyllum búrið alveg upp og setjum ekkert annað ofaní
en þegar sandur,steinar,skraut og fiskar er komið ofaní
minnkar vatnsmagnið og verður á bilinu 50-55 ltr

   
Copyright © 2004 TkO-grafik.is