Spendýr sem ég rekst á í náttúrunni


Dádýr sem stoppaði á réttum stað á réttum tíma
það hefur reynst vonlaust að ná myndum af þessum dýrum þar sem þau eru mjög vör um sig en hérna stoppaði það og leit á mig áður en það þaut í burtu og sem betur fer var ég tilbúinn með vélina því ég heyrði þrusk í laufinu og smellti af um leið og það sást en ég náði ekki að smella af aftur því dýrið var horfið


Kanínu ungi á Englandi þeir voru nokkrir saman með foreldrum en allir aðrir náðu að komast í skjól áður en ég náði mynd


svona skilyrði eru oft á þeim stöðum þar sem ég tek myndir
frumskógur og kvikindi á fleygiferð (íkorni )


en loksins náði ég einum án þess að hafa tré og greinar fyrir


Þessi broddgöltur var á rölti í niðamyrkri rétt hjá bílastæði sem ég lagði bílnum, ég heyrði þrusk og hélt að þetta væri köttur og prufaði að taka myndir í átt að hljóðinu í bjarma frá flassinu sá ég nákvæma staðsetningu og náði mynd

Þessi leðurblaka fann sér hellir yfir veturinn
Ég var að opna litla hurð sem er á þaklofti þegar hún datt út
hún horfði á mig hálf undrandi ég horfði á hana til baka bauð henni gott vor og ýtti henni aftur inn fyrir.


Dökka afbrigðið af Evrópskum Íkorna sem var inn í garði í þorpi í Tékklandi


rauður Íkorni í Slóvakiu


Moldvarpa


kanína í fjarska

ég er ekki með neina linsu á vélinni þannig að ég get ekki tekið myndir úr fjarska eins og sést oft á myndunum mínum en ég hef þá eitthvað til að hlakka til þegar ég fæ mér linsu


   
Copyright © 2004 TkO-grafik.is