Bufo viridis
Bufo viridis er fallegur froskur sem hefur náð
að fela sig fyrir mér þegar ég er á
ferðinni, sem er kannski ekki skrýtið þar sem
hann er mest á ferðinni eftir sólsetur en á
daginn grefur hann sig niður í sand , léttan jarðveg
eða í sprungur allskyns og notar líka holur eftir
mýs og önnur smádýr
það kom mér skemmtilega á óvart
þegar ég var að færa til stein í garðinum
að ég sá hreyfingu ofan í rifu sem var
í jörðinni
ég sá strax að þetta var froskur
og þekkti litina á bufo viridis sem ég hef átt
sem gæludýr
ég mokaði varleg ofan af greyinu
þessi tegund þolir mikla þurka og erfiðar
aðstæður
þeir finnast víða í evrópu
en einnig í asíu og norður-afríku
eins og aðrir bufo froskar er þessi tegund með
eiturkirtla og geta þeir gefið frá sér vökva
þegar þeir eru í hættu
kerlingin er stærri og verður hún max
15 cm en 12 cm algengt
aðalfæða er skordýr af öllum
stærðum og gerðum, maðkar og lirfur
liturinn getur verið breytilegur og munstrið einnig
stundum sjást rauðu doppurnar ekki , liturinn breytist
líka eftir hita og ljósi
eftir myndatökuna skreið froskurinn undir börkinn
á trénu sem var þarna
ég setti steininn sem hann var undir fyrir svo
sólin yrði ekki of sterk, eftir smástund var hann
búinn að grafa sig niður í sandinn en um nóttina
færði hann sig hinum megin við tréð
Svona lítur þá hola út sem bufo
viridis hefur grafið sig niður
bufo viridis er að hrygna í april og koma 9.000-15.000
hrogn í goti
lirfan er um 2 mánuði á lirfustiginu
þennan átti ég hér heima
þessi tegund er seld sem gæludýr
og er einföld í umhirðu
þótt matarúrvalið sé ekki eins gott
hér á veturnar og erlendis.
og ef litur og doppur eru bornar saman þá
sést hvað þeir geta verið mismunandi
|