Trompet kuðungur
þessi kuðungur lifir eins og ánamaðkur
hann grefur sig ofan í sandinn og gerir ágætis
gagn með því að éta allar leifar sem
fara í sandinn og eins étur hann plöntur sem
eru að drepast og getur hann því komið í
veg fyrir að þær rotni í búrinu
þessi tegund fæðir lifandi afkvæmi
og getur fjölgað sér hratt
þeir sjást ekki mikið á daginn
en eru út um allt á nóttunni
með því að setja gúrkubita
í búrið og bíða smá er hægt
að ná slatta af kuðungunum úr búrinu
ef menn vilja
þeir eru um 1,5 - 2,0 cm á lengd
þegar vatnið
er ekki súrefnisríkt skríða kuðungarnir
efst í búrið
þannig að ef þeir eru sjáanlegir á
daginn getur það verið að lítið súrefnismagn
sé í búrinu
þessi tegund
er ekki seld í búðum en hún getur komið
með gróðri, notuðum sandi
eða öðru notuðu fiskabúradóti
sumir vilja hafa hana til þess að róta í
sandinum sem getur verið gott fyrir plönturnar
aðrir líta á hana sem pest og gera allt til að
eyða henni úr búrinu