Marisa cornuaries eða stóri Rammshorn er kuðungur
sem oft hafður í fiskabúrum. Hann verður
5-7 cm á stærð. Hann eins og flestir kuðungar
er sólginn í grænfóður og þar
með taldar búraplöntur þannig að hann
hentar aðeins í gróðurlaus búr og
aðeins með litlum fiskum. Til að skélin verði
sem fallegust er best að hafa ph 8.0 og einhvern skeljasand
eða skeljar sem herða vatnið
Fálmararnir njóta sín aðeins ef fiskarnir
láta kuðunginn í friði
Þeir eru til í gulum brúnum eða röndóttir
gul/brúnum lit
Þeir eru með mismunandi munstur á skélinni
Þessir voru með fiskum sem bitu í fálmarana
þannig að kuðungurinn var alltaf hálflokaður
Lítið fóður gerir kuðungin ljótan
á skélinni og sést á þessum
að vöxturinn hefur tekið kippi stundum og síðan
lítið að borða
Þessir kuðungar eru einkynja þannig að það
þarf karl og konu til að búa til egg eins og
hér sást, þau klekjast út á
nokkrum vikum þannig að einfalt er að fjarlægja
þau úr búrinu ef þú vilt ekki
fá fleiri
Hér sést einn fullorðinn og margir litlir gæða
sér á gúrku bita sem er vinsælt fóður
ásamt baunum spínati og þessháttar