Neocaridina denticulata
red sherry shrimp

Lítil og skemmtileg dvergrækja frá Kína, Taiwan og Víetnam.


ég var með tómt búr og ákvað að setja í það rækjur


red cherry shrimp var fyrir valinu


þessi tegund verður ekki stór kerlan um 3 cm en karlinn minni


kerling með hrogn undir sér þessi tegund er ekki erfið í fjölgun
10-30 egg er algengt og 3-5 vikur líða vanalega þar til litlu rækjukrílin fara að synda af stað, þau fara ekki í gegnum neitt lirfu skeið heldur koma fullsköpuð úr egginu


bestu búrin fyrir rækjur eru gróðurbúr þar sem þær eru æstar í ýmiskonar þörunga sem lifa á plöntum


ég setti reyndar aðeins anubias og litlar plöntur í búrið,
í staðinn ætla ég að vera duglegur við að gefa þörunga töflur til að fá sem mestan lit í rækjurnar


rækja að skoða laufblað
það er hægt að vera með litlar tetrur eins og td. kardinálatetru með rækjunum í búri en þá er mikill gróður nauðsynlegur til að rækjan nái að fjölga sér


karl


kynin þekkjast á stærð og litarmun, karlinn er litminni
karlarnir eru reyndar mun meira á ferðinni og synda mikið um búrið


Þótt þessar rækjur séu einfaldar þá eru þær viðkvæmar fyrir lélegu vatni
þær þola ekki kopar þannig að flest meðul fyrir fiska geta drepið þær


síðan er það bara regluleg lítil vatnsskifti sem er málið.
Þar sem rækjurnar eru mjög litlar þá er hægt að hafa þær í mjög litlum búrum

Það fer mikið eftir aðstæðum í búrum, fæði og vatnsgæðum hversu flottar rækjurnar vera á litinn

ég er búinn að skifta út sumum myndum þannig að þetta er ekki allt úr fyrsta búrinu allt heldur líka úr seinni búrum

   
Copyright © 2004 TkO-grafik.is