Java fern vex áföst steinum
eða trjárótum þannig að einfalt er að
færa hana til og breyta búrinu án þess
að hafa áhyggjur af plöntunni
Hér er stór planta ofan á trjárót
í nýuppsettu búri
blöðin geta orðið um 30 cm
Sama plantan, til að plantan nái að festa sig á
rót/stein þarf að stinga henni í gat/rauf
ef það er til staðar annars þarf að binda
plöntuna fasta í nokkra daga eða þangað
til hún hefur náð festu
sama búrið nokkrum mánuðum síðar,
þessi planta er seig og fáar fiska tegundir sem reyna
að éta hana
Hér er kominn tími á snyrtingu á gróðri
en í fiskabúri þarf að snyrta og klippa
plöntur eins og í öðrum görðum
Fiskar njóta sín miklu betur ef mikið er af gróðri
í búrinu en passa verður að nægt sundpláss
sé fyrir allar tegundir
Þessi tegund
þarf ekki mikið ljós og er ein einfaldasta plantan
sem hægt er að vera með í fiskabúri