Hvalamiðstöðin Húsavík

Í Húsavík er að finna hvalamiðstöð þar sem hægt er að finna mikinn fróðleik um hvali allt frá þróunarsögu þeirra til veiða og skoðunarferða. Safnið er í rúmgóðu húsnæði í hjarta bæjarins  við höfnina og má sjá út yfir bátana frá efri hæð safnsins

Nokkrar beinagrindur eru á staðnum í fullri stærð og er tilkomumikið að standa hjá þessum risum hafsins og furða sig á útliti þeirra og lögun

Mikil vinna hefur verið lögð í allan frágang á húsnæðinu til að gera safnið sem skemmtilegast og kom það okkur á óvart hversu vel hefur tekist til,  góðar upplýsingar um allt sem fyrir augu bar og var eins og maður væri staddur á safni erlendis.

Einnig er á safninu vísir af fuglabjargi og gefur þar að líta ýmsa sjófugla og þar á meðal dílaskarf sem hér sést hjá hreiðri.

Það eru  einnig nokkur herbergi á safninu sem hvert fyrir sig hafa sér þema og þar er td. höfrungum gerð góð skil í einu þeirra. Góð aðstaða er fyrir yngstu börnin á svæðinu. Nokkur sjónvörp eru í gangi með mismunandi fræðsluefni  af hvölum og er hægt að gleyma sér yfir þeim lengi vel. Minjagripaverslun er í andyrinu.

Opið var á safninu frá Mai –September en hægt var að skoða á öðrum tíma árs eftir samkomulagi (sumarið 2003)

þetta safn hefur stækkað mikið síðan þessi ferð var farin

   
Copyright © 2004 TkO-grafik.is