Trjágreina búr

þetta búr var sett upp í kring um trjágrein sem ég fann í fjöru


búrið var eitt af fjórum í rekka í fiskabur.is verslun


ég setti java fern og anubias plöntur á tréð
þessar tegundir af plöntum vilja festa sig á tré eða steina


Í botnin setti ég fínann sand og steina í bland


steinarnir setja skemmtilegan svip á búrið með sandinn á milli


Venusarfiskar fóru í búrið og synda þeir aðallega efst í búrinu
þeir eru fjörugir fiskar sem einfalt er að rækta


corydoras schwartzi eru á botninum


Ég valdi Megalamphodus roseus sem hópfisk
hann er lítill og einfaldur og heldur sig í torfu sem kemur vel út


Pelvicachromis pulcher super red
kókoshneta er í vinstra horni búrsins og þar á þetta par eflaust eftir að hrygna og koma upp seiðum


Þessi trjágrein hefur komið úr einhverjum garði
þegar börkurinn er farinn af og greinin sekkur þá er möguleiki að nota hana í fiskabúr
einnig er í búrinu ancistra sem vildi ekki láta taka af sér mynd


það liðu um tvær vikur og þá voru komin kribbaseiði í búrið
þau hrygndu í kókoshnetuna sem var sett fyrir þau í búrið

   
Copyright © 2004 TkO-grafik.is