Tjörn 08

Settum upp smá tjörn við bústaðinn í Slóvakiu
dúkur var keyptur, hola grafinn, dúkur ofaní, vatn í tjörnina, þökur lagðar,
steinar settir , skraut fyrir krakkana , svaka læti,
og þá segir sonurinn hvar er myndavélin ?

þannig að engar myndir eru af framkvæmdum


elstu krakkarnir ánægðir tveim dögum eftir að allt var sett upp
og 6 gullfiskar farnir að synda í tjörninni


það eru oft einhverjir froska á þvælingi á lóðinni en búist er við að fleiri mæti fyrst vatn er í boði


sá fyrsti sem sást hoppa ofaní var lítill Bufo bufo


Rana ridibunda froskur mættur


Rana dalmatia á plastblómi


Bufo viridis
er nú orðinn algengasti froskurinn við húsið


einn stór Bufo bufo kom eitt kvöldið í tjörnina og og ég byrjaði á því um morguninn að telja gullfiskana en þeir voru allir á lífi


rana ridibunda á plastblómi


fiskarnir


strákurinn að búa sig undir myndatöku við tjörnina
ég setti smá sefgras ( 250 cm ) við endan á tjörninni

við vorum í 10 daga í bústaðnum eftir að tjörnin var sett upp og þurfti ég að dæla vatni í hana þrisvar sinnum vegna uppgufunar í hitanum
gullfiskarnir stækkuðu vel á þessum 10 dögum og átu þeir eflaust þúsundir moskítólirfa í tjörninni
þeim var skilað í búðina feitum áður en við fórum heim

 

 

   
Copyright © 2004 TkO-grafik.is