Tanganyika búr

Uppsetning á litlu Tanganyika búri
þetta búr var eitt af fjórum 100 ltr búrum í rekka í sýningarasal fiskabur.is


Ákveðið var að setja í búrið þrjú pör af síkliðum
Til að reyna að hafa búrið friðsamt þá er því skift upp í 3 svæði


Í vinstra horni setti ég slatta af íslenskum kóral utan um steina
sem dickfeldi par var með í sínu búri áður og þau fóru beint þangað þegar ég setti þau í búrið


þetta er parið í gamla búrinu sínu
julidochromis dickfeldi


Í mitt búrið lét ég skeljar og setti slatta af grjóti í kringum til að marka af yfirráðasvæði og síðan setti ég par af
Lamprologus caudopunctatus


kerlan fór beint í skélina sína


þetta par var áður í stærra búri og var búið að hrygna nokkrum sinnum
í þessar skeljar


Karlinn stoltur fyrir utan heimilið


Í hægra horni var líka settur íslenskur kórall sem var áður í búrinu
og þar er par af Neolamprologus multifasciatus


karlinn af multifasiatus kuðungasíkliðu


kerlan er helmingi minni og vill helst hrygna inn í kuðunga
sem hún hefur verið að gera í þessu búri


seiði frá multifasiatus parinu en þau eru nokkur í horninu hjá parinu


tvö Cyprichromis leptosoma seiði eru í búrinu


( þetta er pabbinn )


Og einn Tanganicodus irsace fékk að fara með í búrið

Búrið er ekki stórt og öll pörin munu vilja eiga yfirráðasvæði
með því að setja hella eða aðstæður sem pörin vilja og hafa sand á milli þá er oft hægt að láta pörin helga sér svæði sem afmarkast að sandinum


Hrogn komu hjá caudopunctatus eftir 2 vikur
og síðan seiði


dickfeldi heldur sig enn mikið til inn í kóralþyrpingunni


trúlegt er að þau séu í hrogna og seiða hugleiðingum

 

 

   
Copyright © 2004 TkO-grafik.is