Nýjar myndir

myndir teknar 16 jan 08


4 corydoras schwartzi í búrinu


Ancistra á rót, rétt fyrir ofan hann er nannacara kerlingin inn í rótinni með seiði


nannacara karlinn fær ekki að vera með í seiðauppeldi en hann heldur sig þó nálagt kerlingunni


Kerlingin er með seiðin á dimmum stað inn í rót þannig að myndir eru dökkar


congótetru karlarnir eru farnir að taka liti og slörið farið að lengjast


ég er því miður bara með 4 karla en 10 kerlingar og eins og hér sést er karlinn fyrir neðan talsvert litmeiri þótt hann sé ekki kominn í fullann búning


sá kínverski dafnar ágætlega þótt hann sé hægur þegar matmálstímar eru


regnbogarnir eru ennþá í búrinu


það er kannski ekki skrítið að þessir áströlsku fiskar séu kallaðir regnbogafiskar


litirnir breytast mikið yfir daginn vegna hvíta sandsins í búrinu þeir eru flottastir á morgnana þegar ljósið kviknar en þessar myndir eru teknar að kvöldi og þá eru þeir hálf litlausir


sae hafa stækkað vel og það hefur ekki sést hárþörungur lengi þar sem éta hann með bestu list

 

 

 

   
Copyright © 2004 TkO-grafik.is