Áður en ég fór til Dóminiska Lýðveldisins
reyndi ég að fræðast um náttúruna
þar, hvergi var minnst á krabba í þeim
gögnum sem ég las, það var svo sem hægt
að gera ráð fyrir þeim þar sem þetta
er eyja en úrvalið kom mér á óvart
á ströndinni fyrir utan hótelið
Þessir krabbar voru svo varir um sig að það
var ekki hægt að nálgast þá, ég
faldi mig á bak við sólstól og flestir
túristarnir héldu að ég væri skrítinn
Þessi tegund hélt sig í sandinum og ég
labbaði oft fram hjá þeim án þess
að sjá þá, þeir voru svo samlitir
umhverfinu
Þetta voru þægilegustu krabbarnir í myndatöku
þar sem þeir voru mikið á sama stað
Þessi gat engan veginn verið kyrr og ég varð
að fá aðstoð við myndatökuna
Þessir voru við sjóinn og voru sí hlaupandi
og eyddi ég talsverðum tíma í myndatöku
af þeim
Fallegt munstur á þessum hlaupandi krabba sem var
að stinga mig af undir stein
Ég beið rétt hjá steininum með vélina
klára eftir að krabbinn færi af stað og þegar
hann tók sprettinn fór hann beint í flasið
á mér og “mynd”
nokkrar tegundir með þetta útlit eru hafðar
sem gæludýr
Ég læddist lengi að þessum krabba og skildi
ekki af hverju konan hló að mér á sama
tíma þangað til að ég sá að
þetta var tóm skél sem krabbinn var farinn
úr
Rauður kuðungakrabbi. Það voru margir kuðungakrabbar
á svæðinu og gaman að sjá margbreytileikan
í kuðungunum sem þeir völdu sér
einn lítill
Það var erfitt að taka myndir af litlum kuðungakröbbum
nema taka þá upp eða halda í þá
annar lítill
Smá pollur var í grjóti í fjörunni
og þar faldi þessi glæsilegi krabbi sig
einn fyrrverandi krabbi
Þessir krabbar voru allir á um 200mtr strandlengju
og voru sumir í miklu magni