Köngulær

Köngulær eru með því erfiðara sem ég hef verið að taka myndir af því þær eru oftast á dimmum stöðum og eru varar um sig og fljótar að forða sér þegar myndavélin nálgast. Þessar myndir eru teknar í Slovakíu og flestar árið 2005.



Þessi er með eggin sín í munninum og étur ekkert á meðan þau eru að kleljast út, (daddy long-legs) nokkrar tegundir til og líka hérlendis



Þessi reyndi að flýja en náðist á mynd



Þessi var aftan á skáp með eggin sín ef þetta er ( Steatodea paykulliana) sem hún lítur út fyrir þá er hún með eitrað bit



(Araniella cucurbitina) lítil og nett könguló sem er með eldrauðan blett undir sér



Þessi var búinn að borða hádegismatinn sinn en var eflaust með afganga í kvöldmatinn



Sumir virðast þurfa að borða meira en aðrir



Gæti verið Enoplognatha ovata en þar sem ég er enginn sérfræðingur þá gæti þetta verið skild tegund



Dysdera crocata þessi er með 6 augu og stórar vígtennur sem hún notar til að fanga trjálýs og éta



Ekki veit ég neitt um þessa nema það að hún var að hlaupa yfir stein og stoppaði ekki þrátt fyrir fyrirmæli frá mér

 

   
Copyright © 2004 TkO-grafik.is