Frontosan er fallegur fiskur sem kemur úr Tanganyika
vatni
hún verður um 35 cm á stærð og er
furðu róleg miðað við stærð
kynin þekkjast á því að karlinn
fær stærri hnúð ofan á hausinn
heldur en kerlan.
Í um 20 cm stærð geta þeir farið að
fjölga sér
hrognin eru um 20 stk og eru frekar stór á fiskamælikvarða
(um 5 mm) frontosan er munnklekjari og tekur kerlan hrognin að
lokinni frjógvun
upp í sig og þar klekjast seiðin út, seiðin
eru oft um 2 cm áður en kerlan sleppir þeim en
í fiskabúri komast seiðin ekki upp sökum
þess
að oftast eru aðrar tegundir í búrinu sem
borða seiðin og einnig geta frontosurnar sjálfar
borðað seiðin því sjaldan eru nægir
felustaðir í búrinu
800 ltr Tanganyika búr fiskabur.is
stórskemmtilegur fiskur sem þarf búr í
stærri kantinum
karlinn er með stærri hnúð á hausnum
kerlan er líka með hnúð en miklu minni
hrognin eru um 5 mm. Þessi seiði voru tekinn úr
kerlu eftir 2 vikur
betra er að bíða fram á fjórðu
viku og jafnvel lengur áður en hrogn eru tekinn
ung seiði, seiðin halda sig í hópum í
Tanganyika vatni
seiðin fá svart hvíta litinn á fyrstu
vikunum
6-8 cm seiði komin með góðan lit
frontosan er róleg og yfirveguð ef búrið
er gott
og hægt er að hafa minni Tanganyika fiska með í
búrinu
en best er að setja minni fiska fyrst í búrið
og hafa handa þeim felustaði því stundum
reynir frontosan að borða minni fiska