Flugur

Flugur geta verið leiðinlegar þegar kemur að því að taka af þeim mynd, flestar eru litlar og fælnar og erfitt er að nálgast þær en af og til næ ég mynd af flugu og er það þá oftast eftir talsvert umstang og þolinmæði.
Samkvæmt enskri skordýrabók eru um 100.000 tegundir af flugum þekktar í heiminum.
Ég hef ekki vit á flugum en ég hef gaman af því að elta þær um víðan völl og reyna að smella af þeim einni mynd eða svo


Þessi er flott á litinn og ég er mjög heppinn að hafa náð mynd því ég hef aðeins séð þess tegund tvisvar


Þessi var furðu róleg og ég náði mynd í fyrstu tilraun


Græn og væn. Þessi tegund slapp í þrjú ár áður en ég náði þessari mynd



flugan og blómið



Rauð augu og broddar á bakinu



Það eru til ótrúlega margar tegundir af röndóttum flugum



Gular flugur með grænt NIKE merki á augunum ( hvað finn ég næst?)



Fluga



Hunangsfluga af einhverri gerð



Þessi var með langar lappir og langan rana



Geitungur sem var að taka eitthvað upp sem hann flaug svo með í burtu



Röndótt fluga á blómi



Gulur búkur svartar doppur



Skrítið hvernig búkurinn er boginn



Sporðdrekafluga, mér leist ekki á þessa þegar ég sá hana fyrst en las síðar að þetta sé karlflugan og hún noti broddinn aðeins í ástarlífinu til að frjógva kerluna



Kerling frá sporðdrekaflugu, hausinn á þeim er skrítinn og líka kassamunstrið á maganum

 

Þessar myndir eru allar teknar í Slóvakiu 2002-2005

 

   
Copyright © 2004 TkO-grafik.is