Festae

Þetta er stór síkliða 20-40cm kemur frá Equador sem er í suður-ameríku hann er kallaður red terror á meðal fiskagúrúa og kemur því kannski ekki á óvart að hann getur verið til vandræða í búrum, en með því að vera með stóra fiska með honum og rúmgóð búr þá er hann frekar einfaldur


erfitt er að kyngreina unga fiska þar sem kynin eru eins


Kerlingin er með sterkari liti


karlinn er oftast litlítill miðað við kerluna


Þeir skifta þó aðeins um lit ef eitthvað er í gangi


Hér er karlinn kominn í hrygningar búning
þessar 3 myndir eru allar af sama karlinum


kerlan heldur litnum sínum vel og er alltaf fögur á að líta


þetta eru glæsilegir fiskar og njóta sín best í stórum búrum
það er best að ala upp nokkra saman til að fá gott par


Þetta par hrygndi í 800 ltr búri sem er fullt af fiski þeir vilja fela hrognin í helli eða bak við eitthvað og þeir grafa líka mikið áður en hrygning fer fram og hrygna stundum í holurnar


Þótt þau væru komin með seiði þá var yfirráðasvæðið lítið þannig að aðrir fiskar höfðu það fínt í búrinu. Á þessari mynd sést lítið seiði á milli foreldrana


kerlinginn heldur hér seiðunum upp við steininn svo erfiðara sé fyrir aðra fiska að ná þeim, þau geta verið yfir 1000 í einni hrygningu


Festae parið sem var hjá okkur í fiskabur.is var í 800 ltr búri með slatta af amerískum síkliðum frá 4-25 cm og þar var parið rólegt og yfirvegað, líka þegar það hrygndi, það eru þó ekki öll pör svo róleg



Eins og með flestar síkliður þá virka þær ekki merkilegar á unga aldri en verða glæsilegar eftir nokkra mánuði

 

 

 

   
Copyright © 2004 TkO-grafik.is