Diskus ræktun

Eitt það skemmtilegasta við að hafa fiska er að búa til fleiri fiska þótt að framkvæmdin sjálf lendi á fiskunum þá þarf að skapa þær aðstæður sem fiskurinn vill til að fjölga sér
Það eru ekki margir hér á landi sem rækta diskus en þeir eru þó til, einn af þeim heitir Guðmundur Örn og hefur hann ræktað diskus í mörg ár með góðum árangri ég fékk að kíkja í skúrinn hjá honum


Diskusarnir hjá Guðmundi eru mjög fallegir


aðeins góð eintök eru notuð í ræktun


Það verður að segjast að diskusinn er glæsilegur


í ræktun er gott að hafa búrin einföld þannig að öll vinna verði einföld í kringum þau


þessir voru um 20 cm


eitt stórt seiði


hópur af stálpuðum seiðum


þetta er besta diskusrækt sem ég hef séð


Diskus með seiðin á sér ofan í kari sem virkar svona ansi vel


Seiðin borða utan af foreldrunum fyrstu vikurnar

Fleiri litir eru í bígerð í ræktuninni hjá Guðmundi og var hann að fá sér hvíta diskusa síðast er ég frétti það verður gaman að fylgjast með honum í framtíðinni og kannski fáum við að kíkja til hans aftur seinna

Skemmtilegt vatnskerfi með yfirföllum er á öllum búrum og gerir það alla vinnu einfaldari við búrin og meiri tími verður til að njóta afrakstursins

 

   
Copyright © 2004 TkO-grafik.is