Bjöllur 2

Ég set hér inn aðra myndaseríu um bjöllur því mér finnst gaman að finna og taka myndir af þeim í náttúrunni, ég hef í sjálfu sér ekki verið að leita þær sérstaklega uppi en stundum hjálpar að vita hvar þær vilja fela sig eða hvað þær vilja helst borða því þá veit ég aðeins meira hvar ég á að horfa þegar labbað er um náttúruna. Þessar myndir eru teknar í Slóvakíu



(Oberea oculata) Þessi tegund verpir í trjástofna og eru til yfir 20,000 tegundir af langhorna bjöllum



(Pyrrhocoris apterus) Glóðartíta jurtaæta en ræðst stundum á önnur skordýr ég sé þær oft draga önnur skordýr í bú



Þessi er eflaust úr Pyrrhocoris ættinni



(Trichodes apiarius) Býglitta er ránbjalla og lirfur hennar éta býflugur



(Calosoma violaceus) er stór ránbjalla sem étur snigla og fleira



Cetonia sp. Nokkrar tegundir til svo líkar að ég þori ekki að segja til um hver þeirra þessi er,en hún rétt stoppaði í grasi við hliðina á mér,og ég var varla búinn að stilla vélina þá var hún flogin á burt



Rauð bjalla á laufblaði



(Thea 22-punctata) Maríuhæna, margar tegundir eru til af þeim en flestar eru rauðar með svartar doppur en ekki þessi



(Calvia 14-guttata) Maríuhæna, önnur sem er ekki með hefðbundna liti



(Chrysolina cerealis) Þetta er falleg bjalla sem vonlaust er að ná góðri mynd af því hún glitrar svo mikið, Verður hún hér með kölluð Diskó bjallan



(Graphosoma lineatum) Falleg bjalla sem sá tvisvar sinnum á 3 árum en síðan í miklu magni þegar ég fór á kjörlendi hennar



(Typhaeus typhoeush) Stór og stæðileg bjalla með sérstakan matarsmekkað að mínu mati því hennir þykir beljuskítur meiriháttar

Íslensk nöfn fann ég í Skordýrabók Fjölva sem er góð bók sem ég mæli með

 

 

   
Copyright © 2004 TkO-grafik.is