Hoplias Lækur án nafns Uruguay
Ég átti ekki von á því að fá stóran Hoplias í háfinn á þessum stað
Smá lækur sem við stoppuðum stutt við bara til að prufa
Oto, loricara, corydoras, síkliður og tetrur voru komnar upp úr læknum og strákarnir farnir að pakka saman þegar ég heyrði skvamp í vatninu
Ég renndi háfnum undir gróðurinn og fékk vatnsgusu yfir mig þegar þessi líka fíni Hoplias reyndi að losa sig
Fyrsti Hoplias sem ég veiddi en langt í frá sá síðasti
Þetta er eitt af því sem ég elska við Úrúgvæ, það var alveg sama í hvaða læk eða poll við veiddum í alltaf var nóg af fiski