Ég bjó til innitjörn
úr fiskikari
utan um karið setti ég grind, plötur og síðan
flísalagði ég utan á það
7000 ltr dæla dældi vatni í gegn
um vet and dry filter sem náði upp í loft þannig
að mikil og góð filtering var í tjörninni
og hægt að troða fiski í hana
Ég bjó til vegg
úr frauðplasti og steypu sem var síðan vatnsvarinn
með sérstöku efni en síðan setti ég
glært epoxylakk yfir allt til öryggis
tvö úttök voru fyrir vatn voru efst
á veggnum og seitlaði vatn niður vegginn í
tvö hólf en síðan rann vatnið í
litlum fossi niður í kerið
Í hólfin lét ég friðarliljur
sem blómstruðu vel á köflum yfir sumarið
en birtan virtist ekki vera næganleg um veturinn
það sést glampa á vatnið hægra
meginn við blómið