Lepomis gibbosus

Lepomis gibbosus kemur upprunalega frá Ameríku en var fluttur til Evrópu í lok 19 aldar og nú er hann víða í Evrópu
þessar myndir tók ég í Slóvakiu


hann er kallaður sunfish í usa


4-22°c er fínn hiti og er því bæði hægt að vera með hann inn í stofu eða útí garði


hann getur orðið 40 cm ef vel er um hann hugsað en 15-20 cm er algengt


hann er stundum til sölu hérlendis
þetta er flottur fiskur og einfaldur í fjölgun í tjörnum


karlinn býr til hreiður og tælir kerlur til sín ein eða fleiri og hrygnir með þeim í hreiðrið


karlinn gætir hrogna og síðan seiða í um tvær vikur en þá fara þau að synda burt og hugsa um sig sjálf

ég ætlaði að háfa þennan hér fyrir ofan en hann réðst á háfinn þannig að hann hefur verið að gæta hrogna eða seiða

 

 

 


   
Copyright © 2004 TkO-grafik.is