Kissugúrami

Kemur frá Tailandi, Jövu, Borneó og Súmötru
hann er grænleitur í náttúrunni en 1933 ræktaðist sá litur sem við sjáum hann vanalega í í fiskabúrum


Í náttúrunni er hann mest í gróðurmiklum tjörnum og mýrlendi
hann getur orðið um 30 cm í náttúrunni og þykir ágætur matfiskur
í fiskabúrum er 10-15 cm algeng stærð


Þar sem hann er grænmetisæta þá er gott að gefa honum baunir,gúrku og annað grænmeti. Þeir éta sumar plöntur og sérstaklega ef þeir fá lítið grænfóður


Þessi tegund er hrognadreifari og kemur til með að éta hrognin eftir hrygningu ef þau eru ekki tekin upp úr búrinu

 

   
Copyright © 2004 TkO-grafik.is