Gymnogeophagus n.sp. "Sarandí"

Þessi síkliða finnst víða í Úrúgvæ en litarafbrigðin eru mörg
og ekki víst að það sé allt sama tegundin og á meðan enginn er að vinna í tegundagreiningu á þeim þá er notast við nafn á þeim stað þar sem fiskurinn er veiddur


falleg tegund sem verður ekki stór


vill vera í óupphituðum búrum og þolir ekki mikinn hita


kynin eru bæði litrík svo þetta er frábær síkliða í fiskabúr


Áin var óvenju vatnsmikil og óhrein en þá er bara hent oftar í von um að maður nái einhverju, þegar vatnið er tært þá er einfaldara að henda á þá staði þar sem maður sér fiska


gaman hvernig blái liturinn á hausnum er mismunandi


Einn ungur ekki kominn í lit

   
Copyright © 2004 TkO-grafik.is