Julidochromis dickfeldi
Julidochromis dickfeldi kemur
úr Tanganyika vatni afríku og er frekar einfaldur,
ekki er hægt að greina kyn í sundur þannig
að best er að láta fiskana parast sjálfa,
en þannig koma bestu pörin
þegar þeim líður vel þá
hrygna þeir og gæta seiðanna oftast fá
eldri seiði að vera með í uppeldi
dickfeldi er skemmtileg síkliða
sem parast og gætir hrogna og seiða
Þetta er hálfstálpað
seiði frá pari sem ég er með
og ef liturinn á því er borinn saman við
fiskin fyrir ofan þá sést að þótt
þeir séu sama tegund þá eru þeir
ekki skildir og frá sitt hvorum staðnum í
Tanganyika vatni
sama seiði eða annað úr sömu hrygningu
þeir hrygna
í hella og á stöðum þar sem ekki
er hægt að sjá hrognin
í þessu tilfelli var ég að flytja foreldrana
í annað búr og kom þá í
ljós hrogn undir einum steini
með því að
setja steinin við dælu ( til að fá stöðugt
vatnsstreymi ) þá náðu hrognin flest
að kleljast út þótt nokkur væru
með fungus, en það er hálfgerð mygla
sem breiðir hratt úr sér ef ekkert er gert
þetta er parið sem ég
var með
og þau voru að hrygna í 50 ltr búri
og koma upp seiðum
ég var með smá haug af steinum á botninum
þar sem þau settu hrognin
dickfeldi seiði og marlieri seiði
Nágrannaerjur