Jack dempsey
Nandopsis Octofasciatum

Þessi síkliða er skírð eftir boxara vegna þess að þegar hún kom fyrst inn í hobbíið voru fáar stórar síkliður hafðar í búrum og þótti þessi tegund vera erfið og stöðugt að berja á öðrum fiskum og þaðan kemur nafnið
í dag telst hún frekar róleg miðað við margar tegundir af amerískum síkliðum


dempsey kemur frá mexico, guatemala honduras og belise í mið-ameríku


karlinn getur orðið um 20 cm en 15 cm er algengt
hann er með oddhvassari ugga en kerlingin


tveir karlar að sýna sig og kljást um yfirráðasvæði


kerlingin er minni en karlinn og litminni en á hrygningar tíma er hún eins litrík og karlinn


engir tveir eru nákvæmlega eins


Þessar síkliður parast og geta pörin verið saman í langan tíma
gróður er ekki heppilegur í búrið því þau grafa oft upp eða eyðileggja gróður


ef þú ert með par þá er einfalt að fjölga þeim og gera þeir það sjálfir óumbeðið og eru eggin um 500-600 stk


Jack dempsey gengur vel með stórum fiskum í stórum búrum
en við ræktun er betra að setja parið í sér búr því hann verður frekar grimmur þegar hann hrygnir


dempsey seiði um 4 cm rétt að byrja að taka liti


þetta seiði hefur orðið fyrir hnjaski í búrinu

búið er að bíta í sporðinn en hann vex aftur


 

   
Copyright © 2004 TkO-grafik.is