Vatnaferð
Það var 30°c hiti og ég ákvað
að fara að skoða vatn sem ég vissi um en ég
hafði aldrei áður kíkt á lífríkið
þar
staðurinn er um 30 km norðan Bratislava SK.
Vatnið er umkringt skógi og þar er talsvert dýralíf
eins og víðast hvar í Slóvakíu
Gróðurinn var ansi mikill þótt aðeins
væri vor, sumar tegundir af vatnagrasi verða um 3 mtr
á hæð
Flórgoði með unga neitaði að koma nær,
hann vissi greinilega ekki að vélin hjá mér
er ekki hönnuð fyrir það sem er langt í
burtu
Damselflugur voru mikið á ferðinni en stoppuðu
samt stundum
Mökunartímabil og allt í fullum gangi
ein damsel enn og eina drekaflugan sem ég náði
á mynd
þær voru þarna í 6-10cm stærðum
og geðveikt flottar
Þetta var alger paradís og var evrópski bjórinn
þarna á sundi
Froskar fylgja vatni og hér var engin undantekning
Það er gaman að sjá hvernig þeir fela
sig, sumir eru ekki mjög góðir í þeirri
list
en þeir láta sig stundum fljóta hreifingalausir
í von um að þeir sjáist ekki
Þessi er virkilega fallegur
við enda vatnsins var smá lækur og náði
þar vatnið inn í skóginn
ég á enn eftir að kíkja þar inn
en á trénu fyrir miðri mynd situr froskur
Ég súmaði á tréð og þarna
sést froskurinn
mismunandi vatnagróður vex um allt vatnið og var
þessi að blómstra fjólubláum blómum
karpi sem synti óvenjulega nálagt þegar ég
var tilbúinn með vélina,venjulega gera þeir
þetta ekki svona nálagt landi
þessir voru ca 4 cm eða á stærð við
leopard danio
stór augu og litlar freknur
þessi grein í vatninu var vinsæl meðal
fiska sem voru að reyna að tæla til sín hrygnur
með hrygningu í huga
nokkrar hrygnur af þeirri sort sem mest hafði sig frammi
karl af sömu sort, hér sjást dökkir uggar
sem voru dekkri í vatninu
gæti verið Pseudorasbora parva
karlinn var flottur ofan í vatninu
það var sjálflýsandi rönd eftir bakinu
og rautt í uggum
það sést ekki á myndunum en karlarnir
voru með svarta ugga og sporð þegar þeir voru
að tæla dömurnar til sín
Þetta vatn er komið á kortið hjá mér
og mun ég kíkja þangað aftur í
sumar, en það er skemmtilegt að sjá hvað
gróður og dýralíf er mismunandi eftir
mánuðum
eitt það sem stóð uppúr þarna
var bjórinn sem synti um og át vatnagras
um 50 cm vatnasnákur sem sést varla á þessari
mynd var eini snákurinn sem ég sá í
þessari ferð. vikuna áður var hitinn búinn
að hanga í 15-20°c og það er ekki snákum
bjóðandi, eins með eðlur en þær
voru þó mikið í kringum vatnið en
engin í myndafæri