Skemmtigarðurinn Marchenpark
Við Neusiedlersee Austurríki
ég fór í sunnudagsbíltúr
til Austurríkis frá Sk.
ferðin tók um tvo tíma í sól
og sumaryl

skiltið inn í garðinn gaf forsmekkin á
því sem koma skildi

staðurinn er ævintýri fyrir börn og unglinga

mikið af tækjum og tólum og oft þurfti
maður að nota hand eða fótar aflið og
hér þurfti maður að hífa sig sjálfur
upp á meðan tækið snérist í
hringi og var gott útsýni þarna ofanfrá

drekarnir gengu fyrir fótarafli og fóru í
stóran hring

Garðurinn er fullur af allskyns styttum og fígúrum
sem krakkar hafa gaman af

vatnsrennibraut þar sem maður situr í bát
sem fer furðu hratt
( ekki gott að vera með derhúfu, hún fýkur
af )

Rússibani sem var ágætur þótt
hann virtist ekki merkilegur neðanfrá

mikið er um vatnstæki og skemmtanir hér er
td. bátsferð
þar sem maður blotnar

Tjarnir og vötn eru líka út um allt og sumt
með fiski

geitur og dádýr til að fóðra eru
á svæðinu

þessar dráttarvélar fara hægt um stóran
garð fullan að alls kyns syngjandi kvikindum og var
greinilegt að krakkar höfðu gaman af þessu

Garðurinn er fullur af allskyns leiktækjum sem eru
fyrir krakka af öllum stærðum og gerðum
Mikil rækt er á trjám og gróðri
og garðurinn skemmtilegur heim að sækja
Rétt hjá garðinum er stöðuvatnið
Neusiedlersee
sem er 14 km breitt og 36 km á lengd og þar er
mikið um ferðamannastaði og alla þá
afþreyingu sem þeir bjóða upp á
mikið dýralíf á þar líka
að vera að finna en ég hef ekki gefið mér
tíma til þess að kíkja á vatnið
ennþá
gerfihnattamynd
af Neusiedlersee