Regnskógur í Austurríki

Í Schoenbrunn dýragarðinum í Austurríki er ein bygging tileinkuð regnskógunum og þar inni er hitinn um 30°c og rakinn um 80% þetta er allstór bygging full af trjám og gróðri, göngustígar eru um svæðið og var ég ánægður með það sem ég sá.

Litlir lækir,fossar og smávötn voru og úðakerfi í loftinu til að gera rigningu

Stæðsta blóm heims (Rafflesia arnoldii) finnst í regnskógunum

Páfagaukar flögruðu um svæðið og létu í sér heyra

Þetta var eini fuglinn í húsinu sem stillti sér upp fyrir myndatöku

Stórar ávaxta leðurblökur voru í loftinu

Í nokkrum pollum voru fiskar og tilheyrandi eins og td. þessi mudskipper sem skaust upp úr vatninu

Stórt fiskabúr með mögnuðum skotfiskum (Toxotes jaculator)
Þessir fiska skjóta niður skordýr í náttúrunni með því að spíta vatni út um munninn og einnig stökkva þeir upp úr vatninu til að næla sér í ljúffenga skordýramáltíð.

   
Copyright © 2004 TkO-grafik.is