Ránfuglar
Í Olomouc dýragarðinum í Tékklandi
er sér svæði með ránfuglum sem eru
í tamningu og þjálfun og hafði ég
gaman af að labba innan um þessa ránfugla og
skoða þá. Ég studdist við Fuglabók
AB um hvort fuglinn hafi sést á Íslandi,
en þar sem ég er með gamalt eintak af þeirri
frábæru bók þá get ég
ekki útilokað að fleiri tegundir hafi sést
eftir útgáfu bókarinnar
Falco peregrinus eða Förufálki (hefur komið
til landsins)
Falco tinnunculus, Turnfálki (hefur sést á
klakanum )
Circus aeruginosus, Brúnheiðir
Aqulia rapax, Hræörn
Bubo bubo, Úfur, Þetta er stærsta ugla Evrópu
Asio otus, Eyrugla (hefur sést hér á landi)
Strix aluco Náttugla
Accipiter gentilis Gáshaukur
Accipiter gentilis Gáshaukur ungfugl
Buteo buteo Músvákur
Eftir að ég prufaði þennan á hendinni
þá fæ ég mér varla páfagauk
í bráð
Þetta er aðeins brot af þeim fuglum sem voru
á svæðinu, sem mér fannst alveg magnað,
og síðan er talsvert af ránfuglum í
dýragarðinum sjálfum