Þessi lækur var á leið okkar, mikill gróður
gerði það að verkum að mikið var um
tetrur og aðra smáfiska, einnig otocinclus og loricara,
einn flottasti fiskurinn sem veiddist var corydoras af paleatus
complex sem hafði tvo stóra bláa bletti á
hliðunum en ég gleymdi að taka mynd af honum
Ég heyrði skvamp í gróðrinum og þegar
háfurinn kom upp var þessi myndalegi Hoplias í
háfnum
Þetta er ránfiskur með tennur sem eru bæði
stórar og hrikalega beittar
Falleg síkliða af Gymnogeophagus tegund mjög svipuð
meridionalis en menn ekki sammála hvort hún sé
sama tegund og er því flokkuð sem sp.
Þessi fallegi snákur hafði reynt að komast
yfir veginn fyrr um daginn en ekki komist alla leið
La bomba, skilti við veginn með fugla hreiðri sem
voru algeng á staurum og skiltum, furðulegt hversu
mörg hreiður voru í 1-2 metra hæð
Hér var mikið um Crenicichla scottii
Hrygnan er oftast litmeiri
ein ung
Crenicichla saxatilis
Falleg þessi hrygna Australoheros og í fyrsta skifti
sem slík beit á, hún fékk frelsið
og skömmu seinna kom hængur af sömu tegund á
stöngina, sá sem veiddi þau var þarna
í 13 skifti og hafði aldrei veitt Australoheros áður
á stöng