Macedo
Þessi á er oftast kölluð gimsteina áin
vegna gríðalega mikils magns af fallegum steinum sem eru út um allt


Ég byrjaði samt á að skoða litla tjörn rétt fyrir ofan ána


Þótt tjörnin sé einangruð frá ánni þá flæðir áin reglulega og fiskar komast inn og út úr tjörninni,


Mikið af fiskum sem felur sig í gróðrinum en erfitt að ná þeim þar og eftir nokkur köst án þess að fá fisk fór mig að gruna að það væru bara ránfiskar eftir í tjörninni


En stór tetra kom í kastnetið svo ég hélt áfram


Nokkrar tetrur í viðbót


Fyrsta síkliðan var gymnogeophagus


önnur ung


Hængur að komast í lit og stærð


falleg síkliða af Australoheros tegund


Hoplias ránfiskur, þeir finnast á ótrúlegustu stöðum


Stærsti Gymnogeophagus hængurinn sem ég náði, á þessum stað eru þeir með stórar varir


Kominn tími til að reyna við ánna, hér er grjót svo ancistrus sp. eru líklegar, hvíta sem sést í vatninu og einn steinn fyrir miðju eru hvítir kristallar


Ancistrus sp. þær voru frekar venjulegar sem ég veiddi þarna en gaman að veiða þær samt sem áður


Ken var að berja vatnið með kastneti og virtist vera að ná einhverju bitastæðu svo ég ákvað að láta reyna á netið


Crenicichla celidochilus glæsileg crenicichla


ungir Australoheros, þeir eru þægilegir og einfaldir fiskar til að hafa í búrum


Eitt það þægilegasta við veiðar í Úrúgvæ er að það er alltaf stutt í bílinn


Paul að fara að leggja út gildru, Í miðri gildrunni er staður fyrir brauð eða aðra beitu, nokkur göng eru inn í gildruna sem fiskarnir fara inn um en rata ekki til baka


Lítið kom í gildruna, aðeins nokkrar tetrur enda var gildran sett í grunt vatn og ekki von á miklu þar


Fyrir ofan brúna var meira vatn og dýpra og sést Paul vinstra meginn vel á kafi


Felipe að kasta kastneti á meðan Pedro og Ken dorga eftir crenicichla með stöng


Drekafluga við vatnið


Fyrir steina áhugamenn þá er þetta svakalegt svæði


Gróður er frekar grimmur ef svo er hægt að kalla, varla til planta þarna sem er ekki með brodda eða þyrna

 

   
Copyright © 2004 TkO-grafik.is