Köfunarferð í Rauða hafinu
              Rauða hafið liggur milli afríku og saudi arabíu 
                við vorum stödd í egyptalandi og nú var 
                kominn tími á að prufa að kafa í 
                alvöru við höfum verið að snorkla í 
                Karabíska hafinu og í Rauða hafinu og er það 
                eitt og sér meiriháttar en nú fannst okkur 
                tími kominn til að taka þetta alla leið. 
                
                Við skráðum okkur í ferð sem farin var 
                frá Hurghada og mættum á svæðið
              
                
 
                
                Frogman diving center var í litlu húsi 
              
                
 
                
                Báturinn var fínn og þarna er skipperinn á 
                leiðinni út 
              
                
 
                
                Eftir tvo klukkutíma komum við á staðinn 
                en margir bátar voru út um allt með köfunarferðir 
                í boði 
              
                
 
                
                Einn heimamanna var sendur niður til að festa bátinn 
              
              
                
                Eyjan sem við lögðum hjá var sólbökuð 
                og enginn gróður á henni sem er eðlilegt 
                í Egyptalandi þar sem yfir 90% er eyðimörk 
              
              
                
 
                
                Við köfum trúlegast hjá Abu ramada sagði 
                einn kafarinn en hann virtist ekki viss um hvar við værum. 
                ( ég vonaði að hann vissi hvað ætti að 
                gera neðansjávar)
              
                
 
                
                Kallinn tilbúinn fyrir köfun (voðalega fer þetta 
                manni vel)
              
                
 
                
                Kafarinn sem fór með mér niður tók 
                af mér mynd á fyrsta stoppistað og þvílíkur 
                fjöldi af tegundum af fiskum og sjávarlífverum 
              
              
                
 
                
                Konan skemmti sér konunglega þrátt fyrir engan 
                áhuga í byrjun og nú vill hún fara 
                aftur sem fyrst 
              
                
 
                
                Frábær ferð og hér var erfitt að fara 
                upp úr eftir seinni köfunarferð því 
                ég vildi fara oftar og skoða meira en tíminn 
                var búinn 
              
                
 
                
                Skipperinn kvaddi okkur í hurghada og við fórum 
                aftur á hótelið með meiriháttar minningar 
                í farteskinu
              
                Tilfinningin þegar maður er að kafa með allskyns 
                fiska og furðuverur í kringum sig er ólýsanleg 
                en þetta er eitthvað sem allir ættu að prufa 
                því að ef þú ert á sólarströnd 
                og ferð ekki í köfun eða að snorkla þá 
                ert þú að missa af hálfu fríinu