Kastalaskoðun

Í Evrópu er mikið um kastala og stórar byggingar ég var í Tékklandi og ákvað að kíkja á tvo kastala sem eru í suðurhluta landsins eða í og við borgina Lednice ég skoðaði Lednice kastala fyrr um sumarið og tók þá eftir skilti sem vísaði á annan kastala nokkra kílómetra frá og gönguleið þar á milli ég skellti mér í skóna og kíkti á herlegheitin

 


Januv kastali er glæsilegur þótt ekki sé mikið eftir af honum



Javuv frá annari hlið



Frá Januv kastala er farið yfir brú og síðan labbað til Lednice kastala sem tekur um klukkustund



Lednice kastali séður að framan



Kirkjan í kastalanum



Kastalinn er margar byggingar



Framhlið á aðalbyggingu



Þegar við vorum þarna var sýning á Tatra bílum frá klúbbi tileinkaðan bílunum



Tatra bílar í úrvali, þeir halda sýningar þarna árlega



Hægt er að fara í bátsferð um síkin sem eru manngerð og nokkuð stór



Mikill gróður er á svæðinu og hefur evrópski bjórinn nýtt sér það og er í tugatali á svæðinu



Ég horfði út um allt til að reyna að sjá bjór á sundi en því miður sá ég engann



Öll vötn í kringum Lednice kastala eru manngerð og mörg tengd saman með síkjum



Talsverð veiði er í vötnunum og sáum við slatta af stórum fiskum hér og þar, þessir voru ekki stórir en furðu gæfir og komu að landi til að éta brauð frá fólkinu

Ránfuglagarður ,fiskasafn, gróðurhús,(sjá aðra grein) reglulegar sýningar ( Tatra bílar ,skriðdýrasýning, ljósmyndasýning National Geographic og fl. þegar ég var) og falleg náttúra gerir þennan stað ansi skemmtilegan heim að sækja.

   
Copyright © 2004 TkO-grafik.is