Kapor vatn

Kapor vatn er í vampil héraði í Slóvakiu og þar var farið til að skoða hvort hægt væri að veiða fiska úr vatninu með litla fiskabúra háfa að vopni ( Það er aldrei verra að vera bjartsýnn )


Það er hvítur sandur á bakkanum og gott að vaða, en erfiðara að komast þar sem fiskarnir halda sig


Slatti var af þessari tegund nálagt bakkanum en þeir voru varir um sig


Þessi virtist vera með egg eða seiði hjá steininum því hann réðst til varnar þegar ég ætlaði að veiða hann þannig ég hætti við að taka hann


Loksins náðist einn á land það var Lepomis gibbosus sem mér fannst frábært því þessi tegund var til sölu hjá fiskabur.is þegar við vorum í þessari ferð


Torfur af litlum fiskum voru út um allt og þessi náðist í einni þeirra ekki veit ég hvaða tegund þetta er en það eru yfir 80 tegundir af ferskvatnsfiskum í vötnum og ám þarna


Annar lítill, önnur tegund


Sunfish eða Lepomis gibbosus kemur upprunalega frá Ameríku en var fluttur til Evrópu í lok 19 aldar og nú er hann víða í Evrópu


Ekki náðust fleiri tegundir á land með þessum veiðiaðferðum


Þessa mynd tók ég nokkrum mánuðum fyrr í sama vatni og þótt hún sé ekki skýr kemur hún samt með þetta er Gédda eða Esox lucius sem getur orðið 150 cm á lengd og er mikill ránfiskur og þykir skemmtileg í sportveiði

   
Copyright © 2004 TkO-grafik.is