Herbílar
Ég keyrði fram á helling af gömlum herbílum
við Kamenny mlyn
í SK þeir voru að fara í einhvern ratleik
eða keppni og var gaman að fylgjast með þessum
gömlu farartæjum tæta af stað

margir bílar voru farnir þegar ég kom en
slatti eftir

þeir skráðu sig inn og fengu einhverjar upplýsingar
og brunuðu af stað

veðrið var gott eins og alltaf í Slóvakiu

Það er stíll yfir þessum bílum

Auðvitað voru flestir í búning af einhverju
tagi

skófla og stór exi er eitthvað sem maður
tekur með sér á rúntinn

Þessi var með blæjuna uppi til að losna
við sólsting eða kannski til að geta nagað
neglurnar betur í friði

hertrukkar af ýmsum gerðum voru líka með

Það getur komið sér vel að hafa öfluga
byssu á þakinu þegar umferðin gengur
ekki vel

ég þekki ekki þessar tegundir en þú
?

Flottur

Ameríska fáninn nýtur sín best með
Coca cola í bakgrunni

Til að vekja á sér athygli þá
er best að fara í appelsínugula peysu og spóla
í hringi þessi kona gerði það en
sleppti spólinu

Þessi trukkur flutti beltatæki á staðinn

næg sæti voru í boði aftan á trukkunum
.JPG)
Þetta er transporter og tekur slatta af fólki

það fóru nokkrir krakkar þarna inn og
síðan var lokað
.JPG)
Og loks var lagt í hann

þessir herramenn voru á virðulegasta tækinu
að mínu mati
.JPG)
Ætt af stað út á vegi með miklum
hávaða og reyk
.JPG)
Frúin var upptekinn við barnauppeldi þannig
að hún gat ekki spurt betur
hvað væri í gangi og ég er því
miður ekki orðinn það góður í
Slóvensku að ég geti sagt eitthvað af
viti.