Fossaferð

Undir Eyjafjöllum eru margir skemmtilegir fossar og fórum við til að kíkja á nokkra þeirra.


Seljalandsfoss er flottur og gaman að labba á bak við hann þótt maður verði frekar blautur


Í úðanum af fossinum var að finna falleg blóm


Við gengum inn með fjallinu og þar voru nokkrir litlir fossar


Hrafnshreiður í klettunum


Annar fallegur foss


Gljúfurfoss hef ég oft séð úr fjarska en aldrei skoðað en núna fór ég að fossinum í gegnum gljúfrið (meiriháttar flott þegar maður stendur inn við fossinn)


Vatnasóleyjar við læk á leiðinni


Tjaldur við Skógarfoss var að sníkja brauð af túristum og var furðu gæfur


Af um 20 fossum í Skógaá er Skógafoss (60mtr) sá sem flestir sjá. Sagan segir að landnámsmaðurinn Þrasi hafi falið gullkistuna sína í helli undir fossinum.

 

   
Copyright © 2004 TkO-grafik.is