Leitin að Evrópska Bjórnum
                ( castor fiber )
              Til að hafa það á hreinu 
                þá var ég að leita að spendýri 
                nokkru sem heitir Bjór 
                á okkar tungumáli, en kallast Bobr evropský 
                þar sem ég leitaði í Slóvakíu
                hann verður 75-100 cm fullorðinn og líkist frænda 
                sínum í Ameríku 
               
                Hér við þennan litla læk fann ég 
                ummerki í fyrra um Bjór 
              
                ég á nú svo sem ekki von á því 
                að Bjórinn setjist að hér við lækinn 
                
                því lækurinn er ekki stór og því 
                ekki mikið hægt að stífla 
              
                Hér hafa dádýr eða kannski frekar villisvín 
                grafið í drullu á bakkanum 
                ég er ekki í stígvélum og get því 
                ekki skoðað sporin eftir sökudólginn 
              
                nóg af felustöðum alsstaðar fyrir dýr 
                skógarins sem eru allmörg 
              
                jæja Bjórinn búinn að setja upp hraðahindrum 
                fyrir vatnið þannig að 
                líkurnar hafa aukist á því að hann 
                sé hér ennþá 
              
                Loksins alvöru skógarhögg 
              
                Og önnur stífla rétt fyrir neðan 
              
                Hinum meginn við lækinn er búið að grafa 
                inn í bakkann 
              
                Þarna virðist Bjórinn eiga samastað 
              
                Magnað hvernig þeir bíta heilu trén í 
                sundur 
              
                Fleiri virki voru á svæðinu en eigandinn ekki 
                sjáanlegur 
                þar sem mikið er um fugla í trjánum sem 
                láta vita af manni löngu áður
                en hægt er að komast að læknum þá 
                er varla von á því að sjá eigandann
              
              Dagur tvö
              
                Ég skoðaði vatn eitt sem ég þekkti 
                ekki dagin eftir og var glaður 
                þegar ég sá eitthvað kvikindi í 
                fjarska sem reyndist Bjór 
              
                hann svamlaði á miðju vatni og var að éta 
                stráin 
                sem standa upp úr vatninu 
              

                myndavélin ræður ekki við svona langskot 
                
                en fyrsta skifti sem ég sé Bjór og myndir 
                skulu á netið