El Tala og Embalse Rio Uruguay

El Tala
Vegna þess hversu mikið flatlendi er í Úrúgvæ
þá er vanalega lítil hreyfing sjáanleg
á lækjum og ám og fyllast því
sumir lækir af plöntum
.JPG)
Í flestum tilfellum þá er veitt við veginn,
sem er mjög þægilegt þar sem allt er í
bílnum og stutt að sækja ef manni vantar eitthvað
.JPG)
Ein af óteljandi tegundum af smáfiski
.JPG)
Gymnogeophagus sp. El Tala er falleg síkliða
.JPG)
Aegla er öðruvísi í laginu heldur en krabbar
og kom skemmtilega á óvart þegar sú
fyrsta kom á land, en þær finnast undir steinum
og smádóti á botninum
.JPG)
Loricara eða skyld tegund, það er mikið um svipaðar
tegundir þarna og ég þekki þær
ekki í sundur
.JPG)
Otocinclus ein af nokkrum tegundum á svæðinu
.JPG)
Ancistrus sp. þessi er svipuð þeim sem hér
seljast fyrir utan sterkan gulan lit á sporðinum
.JPG)
Loricara í grunnu vatni féll ágætlega
inn í umhverfið
.JPG)
Á kvöldin eru 100% vatnsskifti (sem og á morgnana)
smáfiskar eru geymdir í pokum en stærri eru
í tunnum og plastkössum, Á daginn þegar
við erum á ferðinni þá eru batterí
loftdælur á hverri tunnu en á nóttunni
er tengd stór loftdæla í rafmagn og loftsteinar
í allt. það er talsverð vinna að fylgjast
með að allar dælur séu í gangi á
daginn og allir pokar líti vel út, sérstaklega
fyrstu tvo dagana eftir að fiskarnir veiðast eða á
meðan mesti úrgangurinn fer í gegnum þá

Embalse Rio Uruguay var vel á floti
.JPG)
Sökum mikilla rigninga í Brasilíu þá
var þetta svæði á floti og varla fisk að
sjá, en við reyndum samt að veiða
.JPG)
Meistarinn sjálfur Felipe reyndi að berja vatnið
með kastneti
.JPG)
Örfáir af þessari tegund skiluðu sér
á land, þessi lifir á gróðri og
er víst einn af fáum fiskum í ferskvatni
sem er étinn í landinu
.JPG)
Paul ákvað að reyna fyrir sér undir flotgróðri
hvort einhverjir smáfiskar væru á sveimi
.JPG)
Voða lítið líf reyndist þarna og líklegt
þar sem gras er undir svæðinu þarna að
fiskarnir fari ekki þangað og haldi sig þar sem
vatnið er vanalega
.JPG)
Snigla hrogn í grasi, stórir brúnir eplasniglar
leggja þessi hrogn
ég sá þá stærsta um 8 cm á
skelina
Þar sem lítið kom á land fyrstu mínúturnar
þá var bara pakkað saman og farið á
næsta stað
Og þennan dag var farið og veitt á 3 öðrum
stöðum svo dagurinn var frábær þrátt
fyrir að hann færi rólega af stað