Risaeðlugarður

Í Dýragarðinum í Bratislava höfuðborg Slóvakiu er Dino Park þar eru sýndar eftirlíkingar af risaeðlum
ekki er ég með nöfnin á þeim á hreinu þannig að ég set bara myndirnar inn. En það er magnað á sjá hvað sumar eðlurnar eru stórar


garðurinn er sér í dal sem er skógi vaxinn


hátalarar eru á víð og dreif þannig að maður heyri hvæs og drunur úr fjarska eins og eitthvað sé að koma út úr skóginum


sum dýrin hreyfa sig og hafa hátt


Myndir teknar um sumar gefa þessu miklu meira líf


Þarna voru ungar að skríða út úr eggjum


Þessi þurfti að verjast eggja ræningjum


flugeðla réðst inn til atlögu (gæti gerst ef hún væri ekki eftirlíking og föst í vír )


þessi hafði allt á hornum sér (gæti verið góður fatastandur hmm)


þessir voru að berjast (flott hárgreiðsla)


steik í matinn


Glæsilega skeppnur út um allt


Þessi er reyndar líka á annari mynd hér ofar en hér er hann að sumri og þá verðu þetta allt meira raunverulegra


Alvöru kjötæta í fullorðins stærð, maður kemst fyrir í munninum á henni


Þessi er nýbúinn að borða þegar myndin er tekinn en á augnaráðinu sér maður að hún er tilbúinn að éta ljósmyndarann líka
(kannski er bara best að þessar eðlur séu útdauðar því þær vildu eflaust bjóða manni í mat og maður yrði maturinn )
Það eru fleiri eðlur sýndar á svæðinu og hægt að fara í 3D bíó sem er þarna sem sínir hvernig eðlurnar þróuðust

   
Copyright © 2004 TkO-grafik.is