Devin kastali

Þessi kastali er staddur í Devinska Nova Ves í Slóvakiu
hann stendur á bökkum Dóná og Morava
( hinum megin við þessar tvær ár er Austurríki )
kastalinn er byggður ofan á og utan í klettavegg þannig að hægt er að horfa vel yfir land og ár og fylgjast með því sem þar gerist

Saga þessa kastala er svo mikil að ég tók mynd af skiltunum sem sagan var rituð á og eru þær myndir hér neðst
( ég skora á þig að lesa söguna )


það tekur nokkra klukkutíma að fara upp og skoða mannvirkin


það rétt sést í kastalaveggi ofan á klettinum


varðturn sem gnæfir yfir Austurríki


talsvert er um skipa og báta umferð upp og niður Dóná


þetta litla vatn er fyrir neðan kastalan og það er fullt af froskum
og snákar eru í miklu magni líka allt í kring


hér eru tveir Austurríkismenn að veiða þar sem árnar mætast


Aðrir tveir settu í einn stórann


menn hafa nú ekki getað fengið sér í tána sem voru á vakt þarna uppi


Vetur kemur líka þarna úti þótt hann sé nú ekki lengi


virkisveggur liggur í stórum hring meðfram hlíðinni sem er þarna


Það hefur verið nær ógerlegt að ráðast þarna meginn inn


göngustígar eru út um allt og hægt að skoða mikið þarna
ef mennirnir í hægra horni mundu labba til hægri mundu þeir lenda ofan í morava ánni og ef þeir byrja að synda þá væru þeir komnir til Austurríkis fljótlega

Ég hef tekið mikið af myndum þarna í kring
það er mikið plöntu og dýralíf þarna og er ég sérstaklega ánægður hversu mikið er af alls kyns snákum þegar maður fer út fyrir gönguleiðir
ég hef ekki náð mörgum myndum af þeim en náði nokkrum á dvd vélina

 

 

 

 

   
Copyright © 2004 TkO-grafik.is