Rio Cuareim Úrúgvæ/Brasilía

Til að komast að ánni þurfum við að
keyra yfir tún frá búgarðinum þar
sem við gistum, áin er ofan í lægðinni
í fjarska og trén þar eru í Brasilíu
.JPG)
Kúrekar eða gaucho eins og þeir eru kallaðir
smala fé og nautgripum á milli svæða
.JPG)
Hundarnir fylgja vel á eftir og bíða eftir skipunum
.JPG)
Rio Cuareim var eins og fljót í þetta skiftið
og horfir Ken vantrúaður á allt vatnið
.JPG)
En það þýðir ekki að gefast upp
svo við fórum í það að dorga
.JPG)
Ég festi fljótlega og sterki þráðurinn
sem ég keypti í staðin fyrir girni sannaði
sig í þeim átökum þegr öngullinn
brotnaði
.JPG)
Eini fiskurinn sem kom á stöngina hjá mér
og sá minnsti sem ég hef veitt á stöng
í þessu landi
.JPG)
88 fiðrildi bætti aðeins upp fiskaleysið
.JPG)
Rétt fyrir ofan ána eru pollar og ein lítil
tjörn svo ég röllti þangað til að
sjá hvort eitthvað væri að hafa þar
.JPG)
Lítil tjörn sem gaf vel árið áður
svo ég var fullur vonar um að dagurinn væri ekki
ónýtur á þessu svæði
.JPG)
Forvitinn hjörð af steikum mætti til að skoða
þessi ósköp
.JPG)
Kastnetið að skella í vatninu, það þarf
töluverða æfingu til að ná þessu
vel og eru fyrstu hundruð köstin vanalega ekki of góð
en þetta er allt að koma
.JPG)
Fyrir smærri fiska notar maður dipnet með löngu
skafti og ýmist dregur það að eða frá
sér á botninum eða í gróðrinum,
fín tetra
.JPG)
Önnur tegund af tetru í sömu tjörn
.JPG)
Flottir Charax voru í tjörninni og náði
ég nokkrum stærri eftir þessari, í þessari
stærð og þessum lit kæmu þeir mjög
vel út í stóru gróðurbúri
.JPG)
Nokkrar týpur af Gymnogeophagus voru í þessari
smá tjörn þetta er ungur hængur af high
dorsal
.JPG)
Hrygna
.JPG)
Gymnogeophagus
.JPG)
Þessi týpa er með appelsínu gulan hnúð
á hausnum
.JPG)
Svona köst þegar netið fer ekki í hring
gefa vanalega ekki fisk, en hræða þá í
burtu svo til mikils er að vinna að ná góðu
kasti
.JPG)
Otocinclus kom í dipnetið
.JPG)
Og slatti af seiðum frá Crenicichla saxatilis sem voru
skemmtilega litrík
.JPG)
Ung hrygna af Crenicichla saxatilis rétt byrjuð að
fá rauðan maga, á þessu svæði
hafa þær rauða rák í bakugganum
.JPG)
Ungur hængur Crenicichla saxatilis, alveg ótrúlegt
hversu margr tegundir koma úr svona lítilli tjörn,
fyrir utan allar þær sem ég tók ekki
mynd af
.JPG)
Það er ekki flókið grillið í ferðunum,
járngrind og steinn og trjágreinar notaðar sem
eldiviður og kolin af þeim notuð til að grilla
kjötið
.JPG)
Ekki veit ég hvers vegna, hvort það sé
gæðið á kjötinu eða grill aðferðin
eða bæði, en þetta er einfaldlegasta það
besta kjöt sem ég hef smakkað
.JPG)
Á leiðinni milli staða keyrðum við fram
á þetta Rhea egg, sem trúlegast er fúlegg
sem ýtt hefur verið úr hreiðrinu
.JPG)
Og til að setja eggið í samhengi þá
er hér mynd af Rhea fugli sem hljóp á undan
bílnum í dágóðan spotta einn daginn