Catalan grande


Þarna stend ég ofan á gamalli brú og horfi upp ánna, Paul stendur fyrir neðan með háf sem henntaði vel til að fara undir gróðurinn


Á milli steinstöpla óx kaktus, þótt brúin sé í talsverði hæð yfir ánni þá voru ummerki um að vatnið fari yfir brúna í vatnavöxtum


Ég fékk mér sæti og byrjaði að dorga og fjörið hófst
Crenicichla scottii hængur


Annar hængur af Crenicichla scottii


Ég fékk slatta af scottii þarna, var að vonast eftir fleiri Crenicichla tegundum eða öðrum tegundum en það gékk ekki eftir


Crenicichla scottii hrygna


Hængur Crenicichla scottii


Fyrir neðan brúna var mikill gróður og erfitt að kasta netum svo háfar voru meira notaðir


Hér er Paul að brjótast í gegnum flotgróðurinn sem var sá stæðsti sem ég hef séð


Ýmsar vatnaplöntur voru þarna í blóma


meiri blóm


hrygna af Gymnogeophagus


Tetra af einhverri tegund, ég tók ekki mikið af myndum af smá fiskum og ef ég tók mynd þá var það vanalega á hraðferð svo þær voru sjaldan í fókus


Otocinclus sem kom í háfinn þegar hann var dreginn upp, þessi var frekar freknótt og gæti verið flott í fiskabúri


Tveir Gymnogeophagus "Catalan grande" þar sem ekki er búið að tegundagreina þessa fiska þá hafa þeir ekkert latneskt heiti ennþá, þarna voru hængarnir með frekar stórar varir


Þessi týpa af Gymnogheophagus var víða en í mismunandi litum, þeir sem hafa verið að taka þessa týpu með sér heim segj hana frekar einfalda í ræktun og sum afbrigðin eru mjög flott


Þessi staður var sá gróskumesti í ferðinni og hálfgert vesen að veiða fiska þarna, vatnið djúpt og flotgróðurinn gerði það að verkum að maður sá ekkert hvernig botninn lá,

 

   
Copyright © 2004 TkO-grafik.is