Bella Union Næturveiði

Þegar við veiðum á nóttunni í Bella Union þorpinu þá er annað hvort að henda beitu út og láta liggja þar til hún er tekinn eða nota kastnet.
Áin sem veitt er í er Rio Uruguay og hinum meginn við ána sjást ljós frá húsum í Argentinu


Flottasti kattfiskur sem ég hef veitt og sjaldgæfur í þokkabót, Ageneiosus valenciennesi ég veiddi þann þriðja sem hefur veiðst síðustu 15 ár hjá Aqva terra


Kattfiskur, þar sem það er nótt og myrkur þá er erfitt að ná að fókusa á fiskana, stundum reynir maður að lýsa á fiskinn með vasaljósi svo myndavélin nái að fókusa en misvel tekst til


Mikið kom af litlum pleggum í kastnetin, eins og sést á sporðinum á þessum þá er mikið um ránfiska í ánni


Annar lítill pleggi


Þessi finnst víða og í ýmsum útgáfum


Þessi tegund finnst upp ánna og alveg niður í sjó og hef ég veitt hann í brackish vatni á stöng


Þessi pleggi er sjaldgæfur og varð fararstjórinn mjög glaður þegar hann kom í kastnetið hjá honum Hypostomus luteomaculatus


Og þegar sá næsti kom ætlaði hann ekki að trúa hversu heppinn hann var


Sá þriðji kom á land og ótrúleg heppni í gangi


þeir komu 4 upp þetta kvöldið sem er jafn mikið og hann hefur náð síðustu fimmtán ár þannig að gleðin var mikil


Einn af litlu kattfiskunum


Tilvonandi monster Salminus brasiliensis


Þennan ránfisk var ég að sjá í fyrsta skifti, þar sem þessum fiskum er flestum sleppt þá nær maður ekki á sjá hvernig þeir líta út í dagsbirtu ,
flestir fiskar missa lit á nóttunni og væri gaman að sjá hvernig þeir líta út í dagsbirtu


Crenicichla vittata
Aðeins tvær slíkar komu á land í ferðinni en enginn árið áður


Ageneiosus valenciennesi uppáhaldsfiskurinn úr þessari ferð
Ég var búinn að láta beituna hanga lengi og var að bíða eftir stórum kattfisk, þannig að þegar ég dró þennan titt að landi varð ég fyrir smá vonbrigðum enda myrkur og ekki hægt að greyna tegundina fyrr en hún var kominn á þurrt,


   
Copyright © 2004 TkO-grafik.is